Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þessi frétt er meira en árs gömul

Gjörgæsla á Hringbraut í 50 ár

21. október 2024

Nú í október eru 50 ár síðan gjörgæslan á Hringbraut tók til starfa.

Gjörgæslan á Hringbraut var opnuð 5. október árið 1974, en á þeim tíma voru einnig starfræktar á Landakoti og í Fossvogi.

Engin bráðamóttaka var á Hringbraut á þessum tíma, en hún opnaði ekki fyrr en árið 1987. Þá voru tvö til þrjú stöðugildi svæfingalækna og einungis deildarlæknir á svæfingu í húsi utan dagvinnutíma. Stöðugildi hjúkrunarfræðinga voru 12-15 en í dag eru þau nær 50, enda hefur umfang starfseminnar aukist mikið.

Gjörgæslan er nú með 8 pláss opin og sinnir að mestu sérgreinum sem staðsettar eru á Hringbraut.

Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við starfsfólk gjörgæslunnar sem fara yfir sögu deildarinnar og hinn góða starfsanda sem þar ríkir.

Viðmælendur eru:Árni Már Haraldsson, deildarstjóri.
Sigrún Sigurfljóð Snorradóttir, hjúkrunarfræðingur.
Jóna Dís Þorleifsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Inga Lára Ingvarsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir.

https://player.vimeo.com/video/1021671089?badge=0&autopause=0&player%5Fid=0&app%5Fid=58479