Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Geðgjörgæsla fær viðurkenningu

4. september 2025

Geðgjörgæsla Landspítala hefur fengið viðurkenningu Lífsbrúar fyrir mikilsvert framlag til sjálfsvígsforvarna á Íslandi.

Verðlaunin eru veitt fyrir að auka þekkingu á málefninu og fyrir að stuðla að bættri heilsu og líðan landsmanna.

Geðgjörgæslan veitir sérhæfða meðferð og umönnun fyrir einstaklinga með alvarleg geðræn einkenni og felur það m.a. í sér að huga að fólki í mikilli sjálfsvígshættu.

Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Jóhönnu G. Þórisdóttur, deildarstjóra geðgjörgæslu Landspítala.

https://player.vimeo.com/video/1115760424?badge=0&autopause=0&player%5Fid=0&app%5Fid=58479