Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Gáfu líknardeild rúm og sturtustól

7. janúar 2026

Líknardeildin í Kópavogi fékk í gær gefins fjögur Linet Essenzia veltirúm frá sjö Oddfellow stúkum í Hafnarfirði.

Rúmin munu bæta mjög aðstöðu á deildinni - auka þægindi sjúklinga en einnig létta álagi á starfsfólk við umönnun. Þá fékk deildin í desember gefins rafknúinn sturtustól frá Rebekkustúkunni Soffíu.

Ólöf Ásdís Ólafsdóttir, deildarstjóri líknardeildar, veitti báðum gjöfunum viðtöku. Oddfellow reglan á Íslandi hefur frá upphafi verið mikill velunnari líknardeildarinnar og þakkar Landspítali kærlega fyrir rausnarlegar gjafir.