Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Framkvæmdir við Barnaspítala Hringsins

7. janúar 2026

Vegna fyrirhugaðrar uppsetningar tengibrúar milli Barnaspítala Hringsins og meðferðarkjarna verður vinnusvæði girt af við inngang barnaspítalans og smíðuð lokuð göng til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda um svæðið.

Gönguleið sunnan Barnaspítala Hringsins, úr austri og vestri, verður alltaf opin og aðkoma verður áfram í gegnum aðalinnganginn.

Áætlað er að framkvæmdum ljúki um miðjan mars.