Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Foreldramorgnar á geðsviði

20. febrúar 2025

Geðþjónusta Landspítala og Okkar heimur, úrræði fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda, byrjuðu nýverið með foreldramorgna aðra hverja viku í virknisetrinu á Hringbraut. Þar fá foreldrar, sem glíma við geðræn veikindi og eru í þjónustu á Landspítala, stuðning og fræðslu auk þess sem þeir geta rætt saman um veikindin og börnin sín.

Mikilvægt er að styðja þessa einstaklinga í foreldrahlutverkinu enda eru börnin oft helsta ástæða þess að fólk leitar sér aðstoðar. Foreldrar geta verið óöruggir um hvernig eigi að ræða veikindin við börnin sín og á því sviði þurfa flestir foreldrar hvatningu.

Í myndbandinu er rætt við Þórunni Eddu Sigurjónsdóttur, félagsráðgjafa hjá Okkar heimi, Sigríði Gísladóttur, framkvæmdastjóra hjá Okkar heimi, Ernu Maríu Jónsdóttur, félagsráðgjafa á Landspítala, og Þórunni Birnu Jónsdóttur, félagsráðgjafa á Landspítala.

https://player.vimeo.com/video/1057853265?badge=0&autopause=0&player%5Fid=0&app%5Fid=58479