Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fjórir hvatningarstyrkir afhentir á Vísindum á vordögum 2024

23. apríl 2024

Á uppskeruhátíðinni Vísindi á vordögum í Hringsal þann 23. apríl 2024, voru afhentir úr Vísindasjóði Landspítala fjórir hvatningarstyrkir, hver styrkur að upphæð 5 milljónir króna. Sjóðurinn úthlutaði síðast sérstökum hvatningarstyrkjum árið 2015.

Stjórn sjóðsins ákvað að árið 2024 skyldi veita 20 milljónum króna til fjögurra metnaðarfullra verkefna og að afhending styrkjanna færi fram á sama tíma og afhending verkefnastyrkja sjóðsins færi fram. Auglýst var eftir styrkjunum samhliða verkefnastyrkumsóknum og sá háttur hafður á að þau hvatningarverkefni sem ekki hlytu framgang til hvatningastyrkja færu sjálfkrafa inn í sjóðinn sem umsóknir um verkefnastyrk. Vísindaráð Landspítala ber ábyrgð á og hefur umsjón með matsferli hvatningastyrkja og gerir tillögu til stjórnar sjóðsins.

Hvatningarstyrkir 2024

  • Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Erfða- og sameindalæknisfræðideild og prófessor við Háskóla Íslands. Nafn verkefnis: Elucidation of transcriptional regulators of the mild hypothermia response. Meðumsækjendur og samstarfsaðilar: Kimberley Jade Andersson, Kévin Jean Antonio Ostacolo og Kijin Jang.

  • Stefanía P. Bjarnarson, náttúrufræðingur á Ónæmisfræðideild. Nafn verkefnis: Is primary induction through the mucosal route superior to parenteral priming in a heterologous prime-boost immunization strategy to overcome limitations in memory induction during early life? Meðumsækjendur og samstarfsaðilar: Ingileif Jónsdóttir, Þórunn A. Ólafsdóttir, Jan Holmgren, Gabriel Kristian Pedersen.

  • Sæmundur Rögnvaldsson, nýdoktor og sérnámslæknir á Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingardeild. Nafn verkefnis: Nýting einfrumu RNA raðgreiningar til kortlagningar á nærumhverfi krabbameinsfruma í þróun mergæxlis. Meðumsækjendur og samstarfsaðilar: Sigurður Yngvi Kristinsson, Jón Þórir Óskarsson.

  • Viðar Örn Eðvarðsson, yfirlæknir á Barnalækningum og prófessor við Háskóla Íslands. Nafn verkefnis: Mechanisms of kidney injury in 2,8-dihydroxyadeninuria. Meðumsækjendur og samstarfsaðilar: Runólfur Pálsson, Þórarinn Guðjónsson, John C. Lieske, Óttar Rolfsson, Margrét Þorsteinsdóttir