Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Fjölbreytt störf lyfjafræðinga og lyfjatækna

24. september 2025

Á hverju hausti tekur lyfjaþjónusta Landspítala á móti nýnemum í lyfjafræði frá Háskóla Íslands og lyfjatækninemum frá Fjölbrautarskólanum í Ármúla.

Tilgangur heimsóknanna er að kynna þeim fjölbreytt og spennandi störf lyfjafræðinga og lyfjatækna á Landspítala. Nemarnir fá yfirgripsmikla kynningu á starfsemi lyfjaþjónustunnar og hinum ýmsu einingum hennar, þar á meðal lyfjablöndun, grunnþjónustu, afgreiðsluapóteki, lyfjanefnd og klínískri þjónustu.

Undanfarin ár hafa sumarstörf í lyfjaþjónustu notið mikilla vinsælda meðal nemanna, sem er afar mikilvægt fyrir Landspítala bæði til framtíðaruppbyggingar og til að efla tengsl við komandi kynslóðir lyfjafræðinga og lyfjatækna.

Fjölbreytt störf lyfjafræðinga og lyfjatækna
Fjölbreytt störf lyfjafræðinga og lyfjatækna