Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Endurhæfingarnámskeið fyrir ófaglært starfsfólk á Landspítala

1. desember 2025

Landspítali hefur sett á laggirnar nýja námslínu í endurhæfingu fyrir ófaglært starfsfólk í umönnun.

Fyrsta tilraunanámskeiðið var haldið í menntasetrinu Skaftahlíð í október og nóvember sl. 
Námskeiðin voru unnin frá grunni í þverfaglegu teymi iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, talmeinafræðings, næringarfræðings, sálfræðings og hjúkrunarfræðings í samstarfi við miðlægan verkefnastjóra frá verkefnastofu Landspítala.

Markmiðið er að auka skilning á hugtakinu endurhæfing og mikilvægi þess í bataferli sjúklinga, stytta legutíma með því að draga úr færniskerðingu og fylgikvillum, hefja endurhæfingu fyrr og bæta útkomu sjúklinga.

Endurhæfing er heildstætt ferli sem miðar að því að bæta eða viðhalda færni, auka lífsgæði og draga úr fylgikvillum í kjölfar veikinda eða slysa. Hún byggir á samvinnu sjúklings, starfsfólks og aðstandenda og leggur áherslu á virkni, hreyfingu og sjálfsbjörg.

Með daglegri þátttöku og hvatningu alls starfsfólks verður endurhæfing hluti af allri umönnun og stuðlar að betri líðan, sjálfstæði og öryggi sjúklinga.