Elísabet Benedikz tímabundið í embætti landlæknis
29. janúar 2026
Elísabet Benedikz, yfirlæknir stjórnsýsludeildar klínískrar þjónustu á Landspítala, hefur verið sett tímabundið í embætti landlæknis á meðan María Heimisdóttir landlæknir er í veikindaleyfi.

Elísabet er læknir að mennt með sérfræðileyfi í lyflækningum, gjörgæslulækningum og bráðalækningum auk þess að vera með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur um árabil starfað sem yfirlæknir á Landspítala, m.a. á bráðadeild og gæða- og sýkingavarnadeild. Elísabet tekur til starfa þann 1. febrúar næstkomandi.
