Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Eitrunarmiðstöð Landspítala birtir ársskýrslu 2024

4. mars 2025

Árið 2024 voru skráð 3.223 símtöl í eitrunarsímann. Tæpur helmingur fyrirspurnanna sneri að lyfjaeitrunum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Eitrunarmiðstöðvar.

Hægt er að nálgast skýrsluna á vef Eitrunarmiðstöðvar.

Eitrunarmiðstöð Landspítala er starfrækt á Landspítala í Fossvogi. Eitt af helstu hlutverkum miðstöðvarinnar er að veita upplýsingar um eiturefni og ráðgjöf um viðbrögð og meðferð þegar eitranir verða. Símanúmerið er 543 2222 .

Klínískir lyfjafræðingar svara í síma frá kl. 08-20 og bráðamóttakan þess á milli. Eitrunarsíminn er opinn fyrir alla, allan sólarhringinn, allt árið um kring.