Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Dr. Paolo Gargiulo sæmdur riddaraorðu ítalska ríkisins

4. nóvember 2025

Paolo Gargiulo, forstöðumaður heilbrigðistækniseturs Landspítala og Háskólans í Reykjavík hefur verið sæmdur einni æðstu viðurkenningu ítalska ríkisins fyrir framúrskarandi störf í heilbrigðisverkfræði og alþjóðlegu samstarfi milli Íslands og Ítalíu.

Sndiherra Ítalíu gagnvart Íslandi, Stefano Nicoletti, og Isabella Rauti, fulltrúi utanríkisráðherra afhentu Paolo orðuna við hátíðlega athöfn í HR þann 16. október.

Paolo er mikilvirkur fræðimaður á sviði heilbrigðisverkfræði og frumkvöðull í þróun og þrívíddaprentun líffæralíkana til nota í klínískum aðgerðum.

Árið 2013 var hann útnefndur ungur vísindamaður Landspítala.

Við óskum Paolo innilega til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu.

Hér má lesa ítarlegt viðtal um rannsóknarstörf Dr. Paolo Gargiulo