Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Deildarstjórar fræddir um áhrifaríka forystu

16. september 2025

Mánudaginn 8. september sl. hófst námskeiðið Áhrifarík forysta, valdeflandi starfsumhverfi og vellíðan fyrir 40 deildarstjóra hjúkrunar á Landspítala.

Markmið námskeiðsins er að styðja góða vinnustaðamenningu og efla vellíðan hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða og árangur í starfi.

Námskeiðið hlaut styrk upp á 3 milljónir kr. frá Vinnuverndarsjóði, sem er samstarfsverkefni félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og Vinnueftirlitsins.

Sjóðnum er ætlað að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla rannsóknir á sviði vinnuverndar og stuðla að bættri vinnuvernd á íslenskum vinnumarkaði

Deildarstjórar fræddir um áhrifaríka forystu
Deildarstjórar fræddir um áhrifaríka forystu
Deildarstjórar fræddir um áhrifaríka forystu
Deildarstjórar fræddir um áhrifaríka forystu
Deildarstjórar fræddir um áhrifaríka forystu
Deildarstjórar fræddir um áhrifaríka forystu
Deildarstjórar fræddir um áhrifaríka forystu