Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Dagur öldrunar 2025 – Fjölbreytt erindi og tækifæri í öldrunarþjónustu

18. mars 2025

Dagur öldrunar 2025 var haldinn hátíðlega þann 13. mars á Hótel Natura.

Þema dagsins var Hvar liggja tækifærin í öldrunarþjónustu? og var lögð áhersla á mikilvægi þverfaglegrar samvinnu, þróun nýrra lausna og nýtingu tækifæra í öldrunarþjónustu.

Ráðstefnan var afar vel sótt með um 200 þátttakendum og var uppselt á viðburðinn. Þverfagleg erindi voru flutt af heilbrigðisstarfsmönnum frá öllum þjónustustigum öldrunarþjónustu, bæði frá höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.

Aðalfyrirlestrar dagsins voru Tækifæri í öldrunarþjónustu og Framtíð heimaþjónustunnar – Áskoranir og tækifæri.

Erindin voru mjög fjölbreytt og fjölluðu meðal annars um tækifæri í öldrunarþjónustu, nýjungar í heimaþjónustu fyrir aldraða , öldrunarmat, þjálfun aldraðra, snjallar rafrænar lausnir í heimaþjónustu, fjarþjálfun fyrir eldri borgara og nýjungar í meðferð og viðhorfum til aldraðra.

Viðburðurinn tókst afar vel og undirstrikaði þau fjölmörgu tækifæri sem eru til staðar í öldrunarþjónustu á Íslandi.

Ljósmyndari Landspítala mætti á staðinn og smellti af nokkrum myndum.

Dagur öldrunar 2025 – Fjölbreytt erindi og tækifæri í öldrunarþjónustu
Dagur öldrunar 2025 – Fjölbreytt erindi og tækifæri í öldrunarþjónustu
Dagur öldrunar 2025 – Fjölbreytt erindi og tækifæri í öldrunarþjónustu
Dagur öldrunar 2025 – Fjölbreytt erindi og tækifæri í öldrunarþjónustu
Dagur öldrunar 2025 – Fjölbreytt erindi og tækifæri í öldrunarþjónustu
Dagur öldrunar 2025 – Fjölbreytt erindi og tækifæri í öldrunarþjónustu
Dagur öldrunar 2025 – Fjölbreytt erindi og tækifæri í öldrunarþjónustu
Dagur öldrunar 2025 – Fjölbreytt erindi og tækifæri í öldrunarþjónustu
Dagur öldrunar 2025 – Fjölbreytt erindi og tækifæri í öldrunarþjónustu
Dagur öldrunar 2025 – Fjölbreytt erindi og tækifæri í öldrunarþjónustu
Dagur öldrunar 2025 – Fjölbreytt erindi og tækifæri í öldrunarþjónustu