Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Buðu upp prjónaflíkur fyrir vökudeild

17. febrúar 2025

Ungar konur í prjónahópnum PrjónaRó afhentu nýverið vökudeild 210 þúsund krónur sem þær höfðu safnað með því að bjóða upp flíkur sem þær höfðu prjónað.

Tvær mæður í hópnum hafa þurft á aðstoð vökudeildar að halda og var uppboðið haldið í þakklætisskyni fyrir það góða starf sem unnið er á deildinni. Peningurinn sem safnaðist verður notaður til að bæta aðstöðu foreldra á deildinni.

Á myndinni má sjá Sigríði Maríu Atladóttur, deildarstjóra á vökudeild, taka á móti styrknum frá Anítu Ýr Bergþórsdóttur hjá PrjónaRó.

Landspítali þakkar PrjónaRó kærlega fyrir þessa veglegu gjöf.