Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Brýnt að muna eftir skilríkjum

28. janúar 2026

Fólk sem á bókaðan tíma á Landspítala er minnt á að staðfesta þarf auðkenni með því að framvísa lögmætum persónuskilríkjum (vegabréfi, norrænu nafnskírteini eða norrænu ökuskírteini) eða auðkenna sig rafrænt í gegnum síma.

Þetta á við um fólk sem sækir þjónustu á göngudeildir (viðtöl, blóðprufur og rannsóknir) eða þarf að leggjast inn vegna aðgerðar.

Eigi barn hvorki persónuskilríki né hafi möguleika á að auðkenna sig rafrænt þarf forsjáraðili eða fylgdaraðili að sýna persónuauðkenni í stað barnsins.

Ef sjúklingur eða forsjáraðili getur ekki staðfest auðkenni með lögmætum persónuskilríkjum, rafrænni auðkenningu í síma eða með rafrænu ökuskírteini og um skipulagða komu í rannsókn eða aðgerð er að ræða, er sjúklingur beðinn um að koma aftur með lögmæt skilríki. Það á ekki við sé um bráðatilvik að ræða.