Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Breyttur opnunartími þjónustuvers Landspítala

30. janúar 2025

Opnunartími þjónustuvers Landspítala breytist frá og með mánudeginum 3. febrúar. Þjónustuverið verður opið kl. 7:30-21:00 alla virka daga og kl. 9:00-21:00 um helgar.

Bent er á að í Landspítala-appinu er hægt að skoða og breyta tímabókunum, sjá hvar á að mæta og hjá hverjum tíminn er. Þar er sömuleiðis hægt að nálgast rannsóknarniðurstöður. Á Heilsuveru er einnig hægt að sjá tímabókanir á Landspítala auk samskipta við ákveðnar deildir.

Á heimasíðu Landspítala er hægt að sjá símanúmer flestra legudeilda og upplýsingar um opnunartíma og starfsemi dag- og göngudeilda. Þá er hægt að fletta upp öllum deildum spítalans, sjá hvar þær eru staðsettar og hvar inngangur þeirra er.