Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Breyting á aðkomu að bílastæðum við Barnaspítalann

21. nóvember 2025

Í dag og á morgun verður aðkomunni að bílastæðunum við Barnaspítala Hringsins breytt.

Bílastæðasvæðið á milli Kvennadeildar og Barnaspítala verður framvegis aðeins aðgengilegt frá austri, þ.e. frá Hildigunnargötu.

Bílastæðin verða áfram gjaldskyld eins og áður.

Einnig hefur verið opnað fyrir gjaldskyld bílastæði vestan við Barnaspítalann, á svæðinu sem áður tilheyrði Kennarasambandinu. Aðkoma að því svæði verður frá Hildigunnargötu, þar sem lokað hefur verið fyrir akstur frá vestri alveg að inngangi Barnaspítalans.

Nýtt skilti sem leiðbeinir um aðkomu verður sett upp á mánudagsmorgun.