Blóðbankinn og Noona í samstarf
18. júní 2025
Blóðbankinn og Noona, smáforrit sem gerir fólki kleift að bóka tíma hjá fjölda þjónustufyrirtækja, hafa tekið höndum saman og er nú hægt að bóka tíma í blóðgjöf í gegnum forritið.
Markmiðið er að auðvelda fólki að nýskrá sig til að gerast blóðgjafar en á hverju ári þarf 2.000 nýja blóðgjafa í stað þeirra sem detta af skrá vegna aldurs eða heilsufars.
Sérstaklega þarf konur og ungt fólk til að gefa blóð. Á Íslandi eru einungis 30% af öllum blóðgjöfum konur en á öðrum Norðurlöndum eru þær um 50%. Það er því mikill vilji fyrir því að fjölga konum í hópi blóðgjafa.
Hægt er að bóka tíma í blóðgjöf hjá Noona hér.
