Barnaspítali Hringsins fékk veglega gjöf frá Bauhaus
18. desember 2024
Jóhanna Lilja og Rannveig Björk, deildarstjórar á Barnaspítala Hringsins, tóku á móti veglegri jólagjöf til Barnaspítalans frá Bauhaus síðastliðinn föstudag.
Útbúinn var óskalisti yfir allt það dót sem deildarstjórar Barnaspítalans gátu hugsað sér fyrir börnin sem liggja inni yfir hátíðirnar. Styrkurinn var að andvirði 500.000 kr. og var hann nýttur í að kaupa ýmis konar dót og spjaldtölvur.
Landspítali þakkar Bauhaus kærlega fyrir þennan frábæra jólaglaðning sem mun nýtast börnunum vel.
