Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Asa Radix yfirlæknir transteymis fullorðinna

20. nóvember 2025

Asa Elian Radix er nýr yfirlæknir transteymis fullorðinna á Landspítala.

Asa lærði lyflækningar og smitsjúkdómalækningar í University of Connecticut og lauk doktorsprófi í faraldsfræði frá Columbia University.

Sem yfirlæknir transteymis fullorðinna á Landspítala mun Asa vinna að því að efla klíníska þjónustu, auka fræðslu og þjálfun og efla rannsóknir og umbætur.

„Landspítali hefur nú þegar byggt upp frábært transteymi. Ég hlakka til að vinna með þeim að því að styrkja það sem þegar hefur verið byggt upp og hjálpa til við að festa stöðu spítalans sem alþjóðlegs leiðtoga í umhyggjusamri og gagnreyndri þjónustu.“