Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þessi frétt er meira en árs gömul

Alþjóðlegur dagur sykursýki – 14. nóvember

14. nóvember 2024

Alþjóðlegur dagur sykursýki er haldinn 14. nóvember ár hvert til að minna á þann gríðarlega fjölda fólks sem lifir með sykursýki og mikilvægi þess að vekja vitund um sjúkdóminn.

Þó svo að sykursýki sé ólæknanleg er hægt, með góðri meðferð, að ná miklum árangri í átt að bættum lífsgæðum.

Á Barnaspítala Hringsins starfar teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsfræðinga, sálfræðinga og næringarfræðinga sem sinna börnum með sykursýki. Í dag sinnir spítalinn alls 148 börnum.

Hér má nálgast fræðsluefni fyrir sykursýki af tegund 1 hjá börnum og unglingum.

Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Soffíu G. Jónasdóttur, innkirtlalækni barna og Margréti Sigmundsdóttur hjúkrunarfræðing, sem fara yfir greiningu og meðferð sjúkdómsins.

https://player.vimeo.com/video/1029313203?badge=0&autopause=0&player%5Fid=0&app%5Fid=58479