Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Alþjóðlegur dagur Parkinsons

11. apríl 2025

Alþjóðlegur dagur Parkinsons taugasjúkdómsins er í dag, 11. apríl. Dagurinn er helgaður vitundarvakningu, samstöðu og stuðningi við þá milljónir einstaklinga sem lifa með Parkinsons um heim allan.

Parkinsons er langvinnur og flókinn taugasjúkdómur sem hefur áhrif á hreyfigetu, líkamsstjórn og daglegt líf. Þótt sjúkdómurinn sé ólæknandi hafa orðið miklar framfarir í greiningu, meðferð og endurhæfingu á síðustu árum.

Á Landspítala starfar fjölbreyttur hópur heilbrigðisstarfsfólks að því að veita faglega, einstaklingsmiðaða og þverfaglega þjónustu fyrir fólk með Parkinsons og aðstandendur þeirra.

Lögð er áhersla á samvinnu, sjálfstæði og gæði í umönnun – þar sem þarfir og lífsgildi hvers og eins eru höfð að leiðarljósi.

Parkinsonteymi Landspítala tók þátt í að þýða meðfylgjandi fræðslumyndband í samstarfi við Parkinsonsamtökin.

https://player.vimeo.com/video/1058613142?badge=0&autopause=0&player%5Fid=0&app%5Fid=58479