Alþjóðlegi slagdagurinn - 29. október
29. október 2025
Í dag er alþjóðlegi slagdagurinn.

Við brátt slag (e. stroke) skerðist heilastarfsemi vegna truflunar á blóðflæði til heila. Talað er um blóðþurrðarslag ef truflunin stafar af stíflaðri æð en heilablæðingu ef æð rofnar.
Á slageiningu taugalækningadeildar fer fram nákvæmt og sérhæft eftirlit, svo nefnd hágæsla, með sjúklingum sem hafa fengið brátt slag. Slageiningingin er staðsett á fjögurra manna stofu innan taugalækningadeildar á B2 í Fossvogi.
Landspítali hefur undanfarið lagt sérstaka áherslu og mikla vinnu í að styrkja þjónustu við einstaklinga sem hafa fengið slag. Vinnuhópar skipaðir fagfólki og sjúklingum greindu hvernig væri hægt að bæta þjónustuna enn frekar.
Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Önnu Björg Jónsdóttur, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala.
Hér má nálgast fræðsluefni frá Slageiningu taugalækningadeildar.
