Ágrip vegna Bráðadagsins 2025
10. desember 2024
Óskað er eftir ágripum um rannsóknir eða verkefni úr öllum sviðum bráðaþjónustu, bráðalækningum, bráðahjúkrun, sjúkraflutningum og landsbyggðarlækningum.
Ágrip geta fjallað um meðferðir, samstarf, öryggi og umhverfi bráðveikra og slasaðra einstaklinga. Ágrip verða ritrýnd og birt í fylgiriti Læknablaðsins.
Á Bráðadeginum 2025 verður sérstök áhersla á bráðavandamál barna, bráð veikindi og áverka, ofbeldi og geðrænan vanda og annað sem bráðaþjónustan sinnir. Er því sérstaklega óskað eftir ágripum tengt börnum í bráðum vanda.
Skila þarf ágripum í síðasta lagi 3. febrúar 2025.
Frekari kröfur um uppsetningu ágripa má sjá á heimasíðu Bráðadagsins.
Nánari upplýsingar veita:Dagný Halla Tómasdóttir, skrifstofustjóri, dagnyht@landspitali.is, sími 543 8215Hjalti Már Björnsson, formaður bráðadagsnefndar, hjaltimb@landspitali.is sími 543 2210
