Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Ágrip fyrir Vísindi á vordögum 2026

13. nóvember 2025

Opið er fyrir móttöku ágripa til og með 15. desember nk. og öll sem stunda rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum á Landspítala eru hvött til að senda inn ágrip.

Með nýju fyrirkomulagi sem er sameiginleg vísindaráðstefna Landspítala og heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, „Vísindi á vordögum“, haldin á Hilton dagana 8.-9. apríl, verður sviðið stærra og tækifærum vísindamanna á Landspítala til að efla tengsl, samvinnu og auka sýnileika vísinda út á við fjölgar. Veggspjöld verða áfram sýnileg á Landspítala eftir hátíðina.

Ágripin munu öll fara í yfirlestur hjá vísindanefnd ráðstefnunnar og samþykkt ágrip verða birt á heimasíðu ráðstefnunnar. Öll ágrip skal senda inn um styrkumsóknarkerfi Landspítala en ágrip má einnig senda inn hér.

Vinsamlegast hafið samband við Sigríði Bergþórsdóttur, sigridube@landspitali.is, ef óskað er eftir frekari upplýsingum.