Beinir styrkir
Með beinum styrkjum geta sjúklingar, aðstandendur eða aðrir styrkt ákveðin verkefni í starfsemi spítalans og ráðið upphæðinni eða sent vinum og vandamönnum minningarkort til að minnast látins ástvinar.
Allir styrkir skipta máli.
Árlega er úthlutað úr styrktarsjóðum í samræmi við lög viðkomandi sjóða.
Ef styrkur nemur 50.000 kr. eða hærri upphæð er gefanda sent sérstakt þakkarbréf.
Vinsamlegast athugið - til að fá kvittun senda í stafrænt pósthólf á island.is þarf að skrá kennitölu þegar starfsemin er styrkt. Ef engin kennitala er skráð berst ekki kvittun.
