Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
13. nóvember 2018
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hélt nýlega sína fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu í Genf um mengun andrúmslofts, loftslagsbreytingar og heilsu.
8. nóvember 2018
Talnabrunnur, fréttabréf landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, er nú kominn út á vef Embættis landlæknis. Að þessu sinni er fjallað um starfsemi sjúkrahúsa.
7. nóvember 2018
Niðurstaða nýrrar rannsóknar á vegum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) sem birtist í vísindatímaritinu Lancet 5.11.2018 leiðir í ljós að árlega deyja um 33.000 einstaklingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería á Evrópska efnahagssvæðinu
3. nóvember 2018
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða lögfræðing í fullt starf. Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á öguð vinnubrögð og trausta lögfræðilega þekkingu. Umsóknarfrestur um starfið er til og með 19. nóvember 2018.
1. nóvember 2018
Fjallað var um bólusetningar barna frá ólíkum sjónarhornum á vel heppnuðum fræðsludegi um bólusetningar barna, þann 31. október. Fullbókað var á fræðsludaginn og mættu 190 heilbrigðisstarfsmenn af öllu landinu.
26. október 2018
Seltjarnarnesbær varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þann 24. október síðastliðinn þegar Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undirrituðu samning þess efnis í húsnæði Vivaldi vallarins.
Ísafjarðarbær varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þann 18. október síðastliðinn þegar Alma D. Möller landlæknir, Margrét Halldórsdóttir fyrir hönd Ísafjarðarbæjar og Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða skrifuðu undir samning þess efnis.
24. október 2018
Embætti landlæknis styður við Kvennafrí 2018 og hvetur konur hjá embættinu til að leggja niður störf kl. 14.55 og fylkja liði á samstöðufund kvenna á Arnarhóli.
19. október 2018
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur vakið athygli á mismun á heilsu og þörfum kynja (e. gender sensitive health). Þannig er nú viðurkennt að heilsufarsvandamál karla og kvenna eru að hluta mismunandi og að sértæk nálgun geti bætt heilbrigði.
Spánarveikin 1918–1919, sem var heimsfaraldur inflúensu, er ein alvarlegasta drepsótt sem gengið hefur yfir mannkynið fyrr og síðar.