Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sýklalyfjadagur - málþing 18. nóvember 2022

4. nóvember 2022

Skynsamleg notkun sýklalyfja er lykilatriði til þess að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis.

Vísbendingar eru um að notkun sýklalyfja utan sjúkrahúsa hérlendis fari vaxandi á ný, sjá nýlega umfjöllun í Læknablaðinu.

Í tilefni af evrópska sýklalyfjadeginum (European Antibiotic Awareness Day) mun sóttvarnalæknir halda málþing um sýklalyf og sýklalyfjaónæmi föstudaginn 18. nóvember kl. 09:00–11:20 í húsnæði embættis landlæknis að Katrínartúni 2, sjá dagskrá.

Hámarksfjöldi í sal verður 50 manns en einnig verður hægt að tengjast fjarfundi gegnum Teams. Hlekkur verður sendur á skráða einstaklinga. Ekkert þátttökugjald.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 14.11.2022 með tölvupósti á netfangið juliana.hedinsdottir@landlaeknir.is. Vinsamlegast takið fram hvort þið hyggist mæta á staðfund eða óskið eftir tengli á fjarfund

Stefnt er að því að hafa upptöku aðgengilega á vef embættis landlæknis og samfélagsmiðlum eftir fundinn.  

Sjá nánar um sýklalyfjaónæmi og sýklalyfjanotkun.

Sóttvarnalæknir