Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Öndunarfærasýkingar. Vikur 12 og 13 árið 2024

4. apríl 2024

Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.

Öndunarfærasýkingar. Nýtt tölublað

Inflúensa er enn í nokkuð stöðugri dreifingu en þó virðist sem tilfellum fari fækkandi. Langflest greind tilfelli af inflúensu þennan veturinn hafa verið af inflúensustofni A.

Fáir greinast með COVID-19 og RSV um þessar mundir. Fjöldi inniliggjandi einstaklinga á Landspítala með öndunar­færaveirusýkingar hefur lítið breyst undanfarnar vikur, en meirihluti þeirra hefur verið með inflúensu.

Bæði mislingar og hettusótt hafa borist til landsins nýverið. Hingað til hafa sjö hettusóttartilfelli verið greind á þessu ári og eitt tilfelli mislinga.

Sóttvarnalæknir