Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Öndunarfærasýkingar. Vika 11 árið 2024

21. mars 2024

Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.

Öndunarfærasýkingar. Nýtt tölublað

Greiningum á COVID-19 og RSV hefur farið stöðugt fækkandi frá áramótum en inflúensa er enn í nokkuð stöðugri dreifingu. Langflest greind tilfelli af inflúensu þennan veturinn hafa verið af inflúensustofni A.

Einstaklingum inniliggjandi á Landspítala með öndunar­færaveirusýkingar hefur fækkað frá áramótum. Undanfarnar vikur hafa flestir af þeim sem liggja á Landspítala með öndunarfæraveirusýkingu verið með staðfesta inflúensu.

Bæði mislingar og hettusótt hafa borist til landsins nýverið. Hingað til hafa sjö hettusóttartilfelli verið greind á þessu ári og eitt tilfelli mislinga.

Bólusetningarátak er yfirstandandi hjá heilsugæslunni til að draga úr áhrifum beggja atvika, fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu.

Sóttvarnalæknir