Átak í HPV bólusetningum árganga 2008−2009 að hefjast
6. janúar 2026
HPV bólusetningar fyrir pilta í árgöngum 2008−2010 eru gjaldfrjálsar í vetur.

Átak fyrir árgang 2010 fór af stað hjá heilsugæslu síðastliðið haust en nú eftir áramót fer að koma að þeim árgöngum sem komnir eru á næsta skólastig.
Þjónusta heilsugæslunnar í framhaldsskólum og heilsugæslustöðvar landsins vinna saman að þessu átaki, fyrirkomulag bólusetninganna verður kynnt á vef heilsugæslu í hverju umdæmi.
Nánari upplýsingar um átakið er að finna á vef embættis landlæknis.
Sóttvarnalæknir