Fara beint í efnið

Allir með

28. febrúar 2024

Embætti landlæknis birti endurskoðaða útgáfu opinberra ráðlegginga um hreyfingu og takmörkun kyrrsetu fyrir skömmu. Ráðleggingar um hreyfingu fyrir fatlaða voru í fyrsta sinn sérstakur liður í útgáfunni.

Börn og ungmenni með fatlanir - hreyfiráðleggingar

Fatlaðir geta af ýmsum ástæðum átt erfiðara með að stunda hreyfingu en ófatlaðir. Til dæmis æfa einungis um 4% fatlaðra barna íþróttir innan íþróttahreyfingarinnar sem er margfalt lægra hlutfall en gengur og gerist á meðal ófatlaðra barna.

Meðfylgjandi myndbönd eru liður í þriggja ára Evrópuverkefni sem byggði á inngildingu til að efla tækifæri 6 til 12 ára barna með sérþarfir í íþróttastarfi. Þátttökulönd voru Bosnia Herzegovína, Svartfjallaland, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Ísland.

Hreyfing - ráðleggingar embættis landlæknis

Opinberar ráðleggingar um hreyfingu og takmörkun kyrrsetu – Fötluð börn og ungmenni

Allir með - Samstarfsverkefni íþróttahreyfingarinnar sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn í íþróttum.

Frekari upplýsingar
Gígja Gunnarsdóttir og Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, verkefnastjórar hjá embætti landlæknis