Fara beint í efnið

Garðabær kominn í hóp heilsueflandi samfélaga

30. apríl 2018

Garðabær hefur nú gerst aðili að Heilsueflandi samfélagi en Alma D. Möller, landlæknir og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar skrifuðu undir samning þess efnis þann 19. apríl sl.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Garðabær hefur nú gerst aðili að Heilsueflandi samfélagi en Alma D. Möller, landlæknir og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar skrifuðu undir samning þess efnis sumardaginn fyrsta, 19. apríl sl. Undirskriftin fór fram samhliða því að Ásgarðslaug var opnuð á ný eftir endurbætur. 

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.

Fyrsta verk Garðabæjar sem Heilsueflandi samfélags var að lengja opnunartíma sundlauga og veita börnum yngri en 18 ára ókeypis aðgang í sund.

Fjölmennt var við opnunina og biðu margir spenntir eftir að stinga sér til sunds.

Samtals nítján sveitarfélög taka nú formlega þátt í starfi Heilsueflandi samfélags og skuldbinda sig til þess að efla heilsu og vellíðan íbúa sinna á markvissan hátt.

Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags