Fara beint í efnið

Rakning C-19 - smáforrit

Rakning C-19 er smáforrit, sem þú getur sótt og nýtist við rakningu á COVID-19 smitum. Smáforritið skiptist á ópersónugreinanlegum handahófskenndum auðkennum við aðra síma sem eru nálægt og með appið. Ef einhver sem þú varst nálægt, var með smáforritið og greindist með COVID-19, þá gætir þú fengið tilkynningu um hugsanlegt smit.

Embætti landlæknis, Katrínartúni 2, 105, Reykjavík, er ábyrgðaraðili við vinnslu persónuupplýsinga, sem verða til við notkun smáforritsins og kerfum tengt því.