Stafrænt pósthólf
1. janúar 2025
Frá og með 1. janúar 2025 birtast bréf frá ISAC í Stafræna pósthólfinu á Ísland.is.


Frá og með 1. janúar 2025 birtast bréf frá ISAC í Stafræna pósthólfinu á Ísland.is. Þetta gildir um einstaklinga og lögaðila sem eru með útgefna kennitölu.
Breytingin er liður í innleiðingu laga nr. 105/2021 um Stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. Markmið laganna er að stuðla að skilvirkri opinberri þjónustu, auka gagnsæi við meðferð mála, hagkvæmni í stjórnsýslu og tryggja örugga leið til að miðla gögnum til einstaklinga og lögaðila. Jafnframt er markmið laganna að meginboðleið stjórnvalda við einstaklinga og lögaðila verði stafræn og miðlæg á einum stað.
Í lögum nr. 105/2021 kemur fram að öllum opinberum aðilum sé skylt að birta ákveðnar tegundir gagna í stafrænu pósthólfi fyrir 1. janúar 2025. Þau gögn sem um ræðir eru hvers konar gögn, sem verða til við meðferð máls hjá stjórnvöldum.
ISAC birtir eftirfarandi gögn í stafrænu pósthólfi:
Tilkynning um úttekt
Dagskrá úttektar
Frávikaskýrsla
Lokaskýrsla
Skírteini
Reikningar
Ákvarðanir og önnur formleg samskipti
Hnipp og tilkynningar um ný bréf
Á Mínum síðum Ísland.is er hægt að skrá netfang og fá hnipp þegar bréf er birt í pósthólfinu.
Skoða hnipp stillingar á Mínum síðum Ísland.is