Fara beint í efnið
Faggilding - ISAC Forsíða
Faggilding - ISAC Forsíða

Faggilding - ISAC

Heimsókn frá Swedac

8. nóvember 2024

Dagana 29. – 31. október fékk ISAC heimsókn frá samstarfsaðilum okkar hjá Swedac.

Swedac heimsókn

Heimsókn í menningar- og viðskiptaráðuneytið. Frá vinstri: Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri, Steindór Dan Jensen, lögfræðingur, Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar, Sigrún Brynja Einarsdóttir, ráðuneytisstjóri, Ulf Hammarström, forstjóri Swedac, Stina Benderix, sviðsstjóri hjá Swedac, Sólveig Ingólfsdóttir, sviðsstjóri ISAC.


Dagana 29. – 31. október fékk ISAC heimsókn frá samstarfsaðilum okkar hjá Swedac. Forstjóri Swedac, Ulf Hammarström, og Stina Benderix sviðsstjóri faggildingarsviðs Swedac komu til Íslands til að funda með ISAC og ræða ýmis samstarfsverkefni næsta árið.

Einnig tóku þau þátt í umræðufundi á Landspítalanum-Háskólasjúkrahúsi þar sem farið var yfir reynslu spítalans af faggildingu rannsóknarstofa og fyrirætlanir á því sviði.

Að lokum var farið í heimsókn í menningar- og viðskiptaráðuneytið þar sem fulltrúar ráðuneytisins, ISAC og Swedac skiptust á skoðunum um reynsluna af samstarfssamningi ISAC og Swedac sem gerður var 2022, og framtíðarsýn faggildingar á Íslandi.

Faggilding - ISAC

ISAC

kt. 520319 2120

Heim­il­is­fang

Katrínartún 4
105 Reykjavík

Hafðu samband

Sími: 580 9400
Netfang: isac@isac.is

Kvart­anir og ábend­ingar

Smelltu hér