Bílaumboðum er heimilt að nota reynslumerki til að flytja óskráð ökutæki milli staða í tengslum við skráningu, til reynsluaksturs eða við kynningarstarfsemi.
Flutningur vegna skráningar: Flytja má ökutækið frá höfn á geymslustað innflytjenda, milli geymslustaða og í skoðun.
Reynsluakstur: Nota má reynslumerki á ökutæki í reynsluakstri. Ekki er heimilt að nota ökutæki með reynslumerki utan opnunartíma umboðs og ekki er heimilt að geyma ökutækið við íbúðarhús yfir nótt.
Kynningarstarfsemi: Nota má reynslumerki á ökutæki sem notuð eru í kynningarstarfsemi, við auglýsingargerð og í blaðamannalán.
Umboð með fulltrúa, skipafélög og biðreiðaverkstæði geta leigt reynslumerki í ár í senn.
Kostnaður
Gjald greiðist samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu. Sýna þarf fram á ábyrgðartryggingu reynslumerkisins með staðfestingu frá tryggingafélagi.
Einstaklingar geta ekki fengið útgefin reynslumerki en geta fengið skammtímamerki til að flytja óskráð ökutæki í skoðun.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa