Prentað þann 28. des. 2024
1665/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð um vistun barna á vegum annarra en barnaverndarnefnda samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga (sumarbúðir o.fl.), nr. 366/2005.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "barnaverndarnefnda" í 1. mgr. kemur: barnaverndarþjónustna.
- 3. mgr. fellur brott.
2. gr.
Í stað orðsins "barnaverndarnefnda" í 1. tölul. og 2. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: barnaverndarþjónustna.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:
- Orðin " , þegar brot aðila hefur beinst gegn einstaklingi sem ekki hefur náð 18 ára aldri" í 2. mgr. falla brott.
- Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Rekstraraðila er skylt að viðhafa virkt innra eftirlit með starfsemi sinni, sbr. 11. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021. Í því felst meðal annars að tryggja að starfsemin uppfylli á hverjum tíma þau skilyrði sem sett eru og fylgjast með að ráðstöfun nái tilgangi sínum.
- Fyrirsögn greinarinnar verður: Ábyrgð og innra eftirlit.
4. gr.
Við 2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Rekstraraðila er jafnframt skylt að tilkynna Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, um alvarleg óvænt atvik í samræmi við ákvæði 12. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021.
5. gr.
9. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Eftirlit Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.
Um eftirlit Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála með vistun barna á vegum annarra en barnaverndarþjónustna á einkaheimilum eða öðrum heimilum samkvæmt ákvæði 91. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002 og ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "barnaverndarnefnd" í 1. málsl. kemur: barnaverndarþjónustu.
- Í stað orðanna "barnaverndarnefnd í umdæmi heimilisins" í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
- 2. mgr. fellur brott.
7. gr.
11. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Afturköllun rekstrarleyfis.
Ef þjónusta rekstraraðila uppfyllir í veigamiklum atriðum ekki skilyrði rekstrarleyfis eða er í veigamiklum atriðum ekki í samræmi við ákvæði laga, reglugerða, reglna og/eða samninga skal Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála afturkalla rekstrarleyfið.
Um málsmeðferð afturköllunar rekstrarleyfis fer samkvæmt lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021.
8. gr.
12. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Kæruheimild.
Um stjórnsýslukæru vegna stjórnvaldsákvarðana Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála fer samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.
9. gr.
13. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Rekstrarleyfisskylda.
Einkaaðilum, sem hyggjast veita þjónustu á grundvelli 91. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002 er skylt að afla rekstrarleyfis Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála áður en byrjað er að veita þjónustuna. Umsókn um rekstrarleyfi skal vera skrifleg. Umsókninni skulu fylgja þau gögn sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gerir kröfu um, sbr. lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021 og ákvæði reglugerðar þessar.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála er heimilt að hafna umsókn á þeim grundvelli einum að tilskilin gögn hafi ekki borist. Áður skal umsækjanda þó leiðbeint um kröfur til framlagningar gagna, sbr. 1. mgr.
Um málsmeðferð leyfisveitinga fer samkvæmt ákvæðum laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021 og ákvæðum reglugerðar þessarar.
10. gr.
Í stað orðanna "leyfi barnaverndarnefndar í sínu heimilisumdæmi" í 14. gr. reglugerðarinnar kemur: rekstrarleyfi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.
11. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "heilbrigðisvottorð" í b-lið kemur: læknisvottorð.
- Í stað orðsins "barnaverndarnefnd" í c-lið kemur: Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
- Orðin "gegn einstaklingi sem ekki hefur náð 18 ára aldri" í c-lið falla brott.
12. gr.
Á eftir 15. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 15. gr. a, svohljóðandi:
Umsögn barnaverndarþjónustu.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála sendir umsókn um rekstrarleyfi til sumardvalar á einkaheimili til umsagnar hjá barnaverndarþjónustu í heimilisumdæmi umsækjanda. Í umsögninni skal koma fram afstaða þjónustunnar til þess hvort umsækjandi hafi nauðsynlega þekkingu og hæfni til að taka barn í sumardvöl. Jafnframt skal í umsögninni fjallað um önnur atriði sem barnaverndarþjónusta telur skipta máli fyrir meðferð umsóknarinnar hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Þá skal í umsögninni koma fram hvort barnaverndarþjónustan mæli með því að leyfið sé veitt.
Barnaverndarþjónustu er heimilt að leita eftir upplýsingum um umsækjanda og aðbúnað á heimilinu frá öðrum aðilum, svo sem vinnuveitendum, öðrum barnaverndarþjónustum, heilbrigðisfulltrúa og slökkviliðsstjóra, enda sé umsækjanda gert kunnugt um það.
Barnaverndarþjónusta skal senda Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála umsögnina. Ef þjónustan hefur byggt umsögn sína á gögnum sem ekki liggja þegar fyrir hjá stofnuninni skulu þau gögn fylgja umsögninni.
13. gr.
1. málsl. 1. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
14. gr.
Fyrirsögn 17. gr. reglugerðarinnar verður: Fjöldi barna.
15. gr.
18. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Niðurstaða Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.
Þegar umsögn barnaverndarþjónustu liggur fyrir skal Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála ákveða hvort rekstrarleyfi skuli gefið út. Þó getur stofnunin óskað eftir nýrri umsögn frá þjónustunni ef hún telur að fyrri umsögn hafi verið ábótavant.
Að öðru leyti gilda ákvæði stjórnsýslulaga og ákvæði laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021 um málsmeðferð við leyfisveitingar samkvæmt reglugerð þessari.
16. gr.
19. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Gildistími og endurnýjun rekstrarleyfis.
Rekstrarleyfi skal gefið út til ákveðins tíma, þó ekki lengur en til fimm ára. Heimilt er að binda rekstrarleyfi skilyrðum.
Um málsmeðferð endurnýjunar leyfa fer samkvæmt lögum um Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, nr. 88/2021 og ákvæðum reglugerðar þessarar.
17. gr.
20. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
18. gr.
Í stað orðanna "leyfi Barnaverndarstofu" í 21. gr. reglugerðarinnar kemur: rekstrarleyfi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.
19. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "Barnaverndarstofa" í c-lið kemur: Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
- Orðin "gegn einstaklingi sem ekki hefur náð 18 ára aldri" í c-lið falla brott.
20. gr.
Á eftir 22. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 22. gr. a, svohljóðandi:
Umsögn barnaverndarþjónustu.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála sendir umsókn um rekstrarleyfi til að reka heimili sem veitir börnum viðtöku til umsagnar hjá barnaverndarþjónustu í heimilisumdæmi umsækjanda. Í umsögninni skal koma fram afstaða þjónustunnar til þess hvort umsækjandi uppfyllir skilyrði leyfisveitingar. Jafnframt skal í umsögninni fjallað um önnur atriði sem barnaverndarþjónusta telur skipta máli fyrir meðferð umsóknarinnar hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Þá skal í umsögninni koma fram hvort barnaverndarþjónusta mæli með því að leyfið sé veitt.
Barnaverndarþjónusta skal senda Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála umsögnina. Ef þjónustan hefur byggt umsögn sína á gögnum sem ekki liggja þegar fyrir hjá stofnuninni skulu þau gögn fylgja umsögninni.
21. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. reglugerðarinnar:
- Orðin "gegn einstaklingi sem ekki hefur náð 18 ára aldri" í 4. málsl. 2. mgr. falla brott.
- Orðin "en víkja má frá því eftir ákvörðun Barnaverndarstofu" í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.
- Í stað orðanna "Einnig getur Barnaverndarstofa gert auknar kröfur" í 2. málsl. 3. mgr. kemur: Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála er heimilt að setja skilyrði.
- Orðin "eftir ákvörðun Barnaverndarstofu" í 1. málsl. 4. mgr. falla brott.
- Í stað orðanna "Barnaverndarstofa gert kröfu" í 2. málsl. 4. mgr. kemur: Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála sett skilyrði.
22. gr.
24. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Niðurstaða Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.
Þegar umsögn barnaverndarþjónustu liggur fyrir skal Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála ákveða hvort rekstrarleyfi skuli gefið út. Þó getur stofnunin óskað eftir nýrri umsögn frá þjónustunni ef hún telur að fyrri umsögn hafi verið ábótavant.
Að öðru leyti gilda ákvæði stjórnsýslulaga og ákvæði laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um málsmeðferð við leyfisveitingar samkvæmt reglugerð þessari.
23. gr.
26. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Gildistími og endurnýjun rekstrarleyfis.
Rekstrarleyfi skal gefið út til ákveðins tíma, þó ekki lengur en til fimm ára. Heimilt er að binda rekstrarleyfi skilyrðum.
Um málsmeðferð endurnýjunar leyfa fer samkvæmt lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021 og ákvæðum reglugerðar þessarar.
24. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "Barnaverndarstofu" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
- Í stað orðsins "starfsleyfis" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: rekstrarleyfis.
- Í stað orðanna "Barnaverndarstofa" og "barnaverndarnefndar" í 2. mgr. kemur: Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála; og barnaverndarþjónustu.
25. gr.
28. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
26. gr.
Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um vistun barna á vegum annarra en barnaverndarþjónustna samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga (sumarbúðir o.fl.).
27. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 2. mgr. 38. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, öðlast þegar gildi.
Mennta- og barnamálaráðuneytinu, 21. desember 2022.
Ásmundur Einar Daðason.
Erna Kristín Blöndal.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.