Prentað þann 22. des. 2024
1639/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð um búsetu fyrir börn með miklar þroska- og geðraskanir, nr. 1038/2018.
1. gr.
Orðin "og ákvæðum reglugerðar um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu, nr. 1054/2010, einnig eftir því sem við á," í 3. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar falla brott.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
- Fyrirsögn greinarinnar verður: Ábyrgð sveitarfélags.
- Orðin ", ákvæði reglugerðar um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra einkaaðila sem hyggjast veita fötluðu fólki þjónustu" í 1. mgr. falla brott.
- Í stað orðsins: "velferðarráðuneytinu" í 3. mgr. kemur: Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála og Barna- og fjölskyldustofu.
3. gr.
Á eftir 3. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 3. gr. a, svohljóðandi:
Rekstrarleyfisskylda.
Einkaaðilum, sem hyggjast veita þjónustu á grundvelli laga nr. 38/2018 og reglugerðar þessarar er skylt að afla rekstrarleyfis Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála áður en byrjað er að veita þjónustuna.
Um málsmeðferð leyfisveitinga fer samkvæmt ákvæðum laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir orðunum "Sveitarfélög annast" í 1. mgr. kemur: innra.
- Í stað orðanna: "5. gr. laga" í 1. mgr. kemur: 11. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021.
- Í stað orðanna: "reglugerð um eftirlit og eftirfylgni vegna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir" í 2. mgr. kemur: lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021.
5. gr.
Í stað orðsins "Þjónustuteymi" í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur: Stuðningsteymi.
6. gr.
7. gr. reglugerðarinnar orðast svo með fyrirsögn:
Stuðningsáætlun.
Ef fyrir liggur samþykki barns og/eða foreldris fyrir samþættingu þjónustu og tilnefndur hefur verið málstjóri, sbr. lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021 skal stuðningsteymi eftir því sem tilefni er til gera grein fyrir markmiðum með þjónustu sem veitt er á grundvelli laga nr. 38/2018 og reglugerðar þessarar í stuðningsáætlun.
Áður en barn verður 18 ára skal stuðningsteymi gera áætlun þar sem fjallað er um þjónustu fyrir barnið eftir að það nær fullorðinsaldri, eftir atvikum í samstarfi við þjónustuteymi, sbr. 12. gr. laga nr. 38/2018.
7. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 21. gr. og 6. tölul. 1. mgr. 40. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Mennta- og barnamálaráðuneytinu, 16. desember 2022.
Ásmundur Einar Daðason.
Erna Kristín Blöndal.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.