Prentað þann 15. jan. 2025
Breytingareglugerð
1637/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 956/2006 um starfshætti þeirra sem annast löggildingar mælitækja í umboði Neytendastofu.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "til eins árs." í 1. mgr. kemur: þar til aðili hefur hlotið faggildingu.
- Orðin: "Bráðabirgðaumboð er hægt að framlengja einu sinni til eins árs ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi sem varða ekki aðilann." í 2. mgr. falla brott.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 44. gr. laga um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn nr. 91/2006 og öðlast þegar gildi.
Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, 30. desember 2022.
F. h. r.
Ingvi Már Pálsson.
Daði Ólafsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.