Prentað þann 5. des. 2025
1575/2024
Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 817/2024, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2024/2025 og almanaksárið 2025.
1. gr.
Í töflu í 4. gr. reglugerðarinnar er gerð breyting, svohljóðandi:
| Tegund | Leyfilegur heildarafli | Dregið frá heildarafla, skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 (5,3%) | Fiskistofa úthlutar aflamarki á grundvelli aflahlutdeildar |
| 1. Kolmunni | 305.328 | 16.182 | 289.146 |
2. gr.
Á eftir 5. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Um borð í fiskiskipum skal vera fuglafælulína, það er færi sem liggur frá háum punkti við skut báts og að flotholti. Línan skal ná nægjanlega langt aftur fyrir skip svo sjófuglar komist ekki í beitu og koma í veg fyrir að fuglar og spendýr festist í veiðarfærum þegar veiðarfæri eru sett í sjó.
Að lágmarki ein fuglafælulína skal vera á skipum undir 24 metrum og tvær á skipum yfir 24 metrum.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 3. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 19. desember 2024.
Bjarni Benediktsson.
Bryndís Hlöðversdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.