Prentað þann 24. nóv. 2024
1553/2022
Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 760/2021, um styrki vegna hjálpartækja.
1. gr.
Við upptalningu í 4. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar á eftir "salernisferðir" bætist: baðhjálpartækja,
2. gr.
3. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Við mat á umsókn skal meta heildarástand einstaklingsins. Í umsókninni skal ávallt koma fram mat á þörf fyrir hjálpartæki frá þeim heilbrigðisstarfsmanni sem vinnur að lausn fyrir viðkomandi einstakling enda hafi heilbrigðisstarfsmaður enga fjárhagslega hagsmuni tengda umsókninni. Enn fremur skal koma fram lýsing á skertri færni og rökstuðningur fyrir hjálpartæki. Þegar um er að ræða fyrstu umsókn er umsögn og/eða færnimat heilbrigðisstarfsmanns nauðsynleg. Ef breyting verður á sjúkdómsástandi/fötlun getur þurft nýja umsögn hlutaðeigandi heilbrigðisstarfsmanns. Ætíð er krafist nýrrar umsagnar með umsókn ef ekki er samræmi milli þeirra hjálpartækja sem um er sótt og þeirra upplýsinga sem áður hafa borist með umsókn til Sjúkratrygginga Íslands. Sjúkratryggingar Íslands geta áskilið að lagt sé fram læknisvottorð með umsókn.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjalinu "Hjálpartæki Sjúkratrygginga Íslands" með reglugerðinni:
Eftir síðustu málsgrein í flokknum 04 03 Hjálpartæki við öndunarmeðferð bætist eftirfarandi málsgrein:
Súrefnismettunarmælar eru að jafnaði einungis samþykktir fyrir börn sem eru með alvarlegan hjarta- og/eða lungnasjúkdóm þannig að nauðsynlegt sé að fylgjast stöðugt með súrefnismettun í þeim tilgangi að stjórna súrefnisgjöf og/eða bregðast við lífshættulegum aðstæðum samkvæmt fyrirmælum lækna um viðbrögð við frávikum frá tilteknum skilgreindum viðmiðum sem koma fram í umsókn.
Í flokknum 06 30 Gervihlutar aðrir en gervilimir verður eftirfarandi breyting:
Á eftir orðunum "viðurkenndum snyrtistofum" undir liðnum Hárkollur bætist: og viðurkenndum húðflúrstofum.
Í flokknum 18 12 Rúm verður eftirfarandi breyting:
Í stað 42.500 kr. kemur 44.000 kr.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 26. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2023.
Heilbrigðisráðuneytinu, 20. desember 2022.
Willum Þór Þórsson.
Guðlaug Einarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.