Prentað þann 22. nóv. 2024
Breytingareglugerð
1539/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 560/2009 um íslensk vegabréf.
1. gr.
Við 1. mgr. 23. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður svohljóðandi:
- Útgefanda ökuskírteinis er heimilt, að fengnu samþykki umsækjanda, að sækja andlitsmynd og rithandarsýnishorn hans úr vegabréfaskrá og nota við útgáfu ökuskírteinis.
2. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 11. gr. laga nr. 136/1998 um vegabréf, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Dómsmálaráðuneytinu, 12. desember 2022.
Jón Gunnarsson.
Bryndís Helgadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.