Prentað þann 22. des. 2024
1492/2021
Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 920/2021, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2021/2022.
1. gr.
3. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Ráðstöfun afla sem dreginn er frá heildarafla, skv. 3. mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða tilgreindur í tonnum, er sem hér segir:
Tegund | Skel- og rækjubætur | Byggðakvóti til fiskiskipa | Byggðakvóti Byggðastofnunar | Frístundaveiðar | Strandveiðar | Línuívilnun | Samtals |
1. Þorskur | 1.472 | 3.626 | 4.092 | 250 | 8.500 | 1.400 | 19.340 |
2. Ýsa | 257 | 800 | 715 | 0 | 0 | 413 | 2.185 |
3. Ufsi | 453 | 1.400 | 1.261 | 0 | 1.000 | 0 | 4.114 |
4. Steinbítur | 51 | 155 | 141 | 0 | 0 | 177 | 524 |
5. Gullkarfi | 199 | 300 | 553 | 0 | 100 | 15 | 1.167 |
6. Keila | 8 | 43 | 23 | 0 | 0 | 15 | 89 |
7. Langa | 26 | 96 | 71 | 0 | 0 | 20 | 213 |
Samtals: | 2.466 | 6.420 | 6.856 | 250 | 9.600 | 2.040 | 27.632 |
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 21. desember 2021.
Svandís Svavarsdóttir
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.