Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

1469/2023

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 1140/2019, um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "tvær" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: þrjár.
  2. Í stað orðanna "á 12 mánaða tímabili" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: á almanaksári.
  3. Felldir eru brott 2. og 3. málsl. 1. mgr. 3. gr. sem orðast svo "12 mánaða tímabil hefst við fyrstu greiddu ferð sem samþykkt hefur verið af Sjúkratryggingum Íslands. Þegar að 12 mánaða tímabili lýkur, markar fyrsta ferð sem samþykkt er eftir það upphaf nýs 12 mánaða tímabils."
  4. Í stað orðanna "á 12 mánaða tímabili" í 6. málsl. 2. mgr. 3. gr. kemur: á almanaksári.

2. gr.

2. málsl. 4. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar skal orðast svo: Endurgreitt er skv. 3. gr. og skal að jafnaði endurgreiða kostnað við þrjár ferðir á almanaksári.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "tvær" í 1. málsl. 2. mgr. kemur: þrjár.
  2. Í stað orðanna "á 12 mánaða tímabili" í 1. málsl. 2. mgr. kemur: á almanaksári.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. og 2. mgr. 30. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, tekur gildi 1. janúar 2024.

Heilbrigðisráðuneytinu, 7. desember 2023.

Willum Þór Þórsson.

Guðlaug Einarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.