Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Breytingareglugerð

1461/2022

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 1205/2021 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 um aukefni í fóðri.

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætast við 17 nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2095 frá 29. nóvember 2021 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/1410 um leyfi fyrir L-lýsínbasa, L-lýsínmónóhýdróklóríði og L-lýsínsúlfati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundi. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 1.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/268 frá 23. febrúar 2022 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/898 að því er varðar nafn leyfishafa fyrir blöndu með Bacillus licheniformis (ATCC 53757) og prótínkljúfi hennar (EC 3.4.21.19) sem fóðuraukefni og á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/982 að því er varðar nafn leyfishafa fyrir blöndu með bensósýru, kalsíumformati og fúmarsýru sem fóðuraukefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 9.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/272 frá 23. febrúar 2022 um leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae MUCL 39885 sem fóðuraukefni fyrir öll svín, önnur en fráfærugrísi og gyltur, og hunda (leyfishafi: Prosol S.p.A.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 12.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/273 frá 23. febrúar 2022 um leyfi fyrir blöndum með Lacticaseibacillus rhamnosus IMI 507023, Pediococcus pentosaceus IMI 507024, Pediococcus pentosaceus IMI 507025, Lactiplantibacillus plantarum IMI 507026, Lactiplantibacillus plantarum IMI 507027 og Lactiplantibacillus plantarum IMI 507028 sem votfóðursaukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 15.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/320 frá 25. febrúar 2022 um leyfi fyrir pressaðri mandarínuilmkjarnaolíu sem fóðuraukefni fyrir alifugla, svín, jórturdýr, hesta, kanínur og laxfiska. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 23.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/347 frá 1. mars 2022 um leyfi fyrir ilmkjarnaolíu úr beiskjuappelsínutré sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 27.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/385 frá 7. mars 2022 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/421 um leyfi fyrir tinktúru úr Artemisia vulgaris L. (búrótartinktúru) sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir, framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/485 um leyfi fyrir fóðuraukefnunum engiferilmkjarnaolíu úr Zingiber officinale Roscoe fyrir allar dýrategundir, engiferóleóresíni úr Zingiber officinale Roscoe fyrir eldiskjúklinga, varphænur, eldiskalkúna, smágrísi, eldissvín, gyltur, mjólkurkýr, eldiskálfa (staðgöngumjólk), eldisnautgripi, sauðfé, geitur, hesta, kanínur, fiska og gæludýr og engifertinktúru úr Zingiber officinale Roscoe fyrir hesta og hunda og framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/551 um leyfi fyrir túrmerikútdrætti, túrmerikolíu, túrmerikóleóresíni úr jarðstönglum Curcuma longa L. sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og túrmeriktinktúru úr jarðstönglum Curcuma longa L. sem fóðuraukefni fyrir hesta og hunda. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 32.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/415 frá 11. mars 2022 um leyfi fyrir eplasýru, sítrónusýru sem er framleidd með Aspergillus niger DSM 25794 eða CGMCC 4513/CGMCC 5751 eða CICC 40347/CGMCC 5343, sorbínsýru og kalíumsorbati, ediksýru, natríumdíasetati og kalsíumasetati, própansýru, natríumprópíónati, kalsíumprópíónati og ammóníumprópíónati, maurasýru, natríumformati, kalsíumformati og ammóníumformati og mjólkursýru sem er framleidd með Bacillus coagulans (LMG S-26145 eða DSM 23965) eða Bacillus smithii (LMG S-27890) eða Bacillus subtilis (LMG S-27889) og kalsíumlaktati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 47.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/537 frá 4. apríl 2022 um leyfi fyrir blöndu með sítrónukjarna sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 69.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/538 frá 4. apríl 2022 um endurnýjun á leyfi fyrir natríumbensóati sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi, um nýtt leyfi fyrir fráfærugrísi af öðrum tegundum svína og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 496/2011 (leyfishafi er Taminco Finland Oy). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 74.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/593 frá 1. mars 2022 um leyfi fyrir ilmkjarnaolíu úr berjum Litsea cubeba sem fóðuraukefni fyrir tilteknar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 78.
  12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/633 frá 13. apríl 2022 um leyfi fyrir blöndu með Lactiplantibacillus plantarum DSM 26571 sem votfóðursaukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 83.
  13. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/652 frá 20. apríl 2022 um leyfi fyrir beiskjuappelsínukjarna sem fóðuraukefni fyrir tilteknar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 86.
  14. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/653 frá 20. apríl 2022 um leyfi fyrir blöndu með útdrætti úr laufum Melissa officinalis L. sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 91.
  15. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/654 frá 20. apríl 2022 um leyfi fyrir bútýlhýdroxýanisóli sem fóðuraukefni fyrir ketti. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 96.
  16. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/702 frá 5. maí 2022 um leyfi fyrir gullkyndilstinktúru sem fóðuraukefni fyrir tilteknar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 101.
  17. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/703 frá 5. maí 2022 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Bacillus velezensis DSM 15544 sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi, leyfi fyrir allar tegundir og flokka fugla, um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/897, framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2312 og framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/1081 og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 333/2010, reglugerð (ESB) nr. 184/2011 og framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/893 (leyfishafi: Asahi Biocycle Co. Ltd., fulltrúi hans hjá Sambandinu er Pen & Tec Consulting S.L.U.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 105.

2. gr.

645. tl. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2090 frá 25. nóvember 2021 að því er varðar synjun um leyfi fyrir títandíoxíði sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 167/2022 frá 10. júní 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 47, frá 14. júlí 2022, bls. 23.

3. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 7. desember 2022.

Svandís Svavarsdóttir.

Iðunn María Guðjónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.