Fara beint í efnið

Prentað þann 23. nóv. 2024

Stofnreglugerð

1459/2022

Reglugerð um tímabundið bann við veiðum með fiskibotnvörpu á Berufjarðarálshorni.

1. gr.

Frá og með 23. desember 2022 til og með 31. desember 2023 eru allar veiðar með fiskibotnvörpu bannaðar á svæði á Berufjarðarálshorni, sem markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 64°02,00´N - 013°13,00´V
  2. 64°07,00´N - 013°17,00´V
  3. 64°08,50´N - 013°08,00´V
  4. 64°05,00´N - 013°07,00´V

2. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 9. gr., 10. gr. og 14. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til 31. desember 2023.

Matvælaráðuneytinu, 20. desember 2022.

Svandís Svavarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.