Fara beint í efnið

Prentað þann 21. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 1. jan. 2023

1455/2021

Reglugerð um framlög til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna á árinu 2022.

1. gr. Framlög vegna samþættingar þjónustu.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga ráðstafar framlagi til einstakra sveitarfélaga, til að mæta kostnaði vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna á árunum 2022-2024, sbr. XXV. ákvæði til bráðabirgða í lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.

Framlög til einstakra sveitarfélaga skulu ekki vera hærri en umframkostnaður sveitarfélagsins af framkvæmd laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna að frádregnum ávinningi sem sveitarfélagið fær af þeim.

2. gr. Úthlutunarregla framlagsins 2022.

Við úthlutun framlagsins til sveitarfélaga árið 2022, skal hlutfallskipta fjármagni til ráðstöfunar á grundvelli eftirfarandi breytna fyrir hvert sveitarfélag sem allar hafa jafnt vægi, og byggja á upplýsingum frá Hagstofu Íslands:

  1. Fjöldi barna 1. janúar 2021.
  2. Meðaltal barna með stuðning í grunnskólum skólaárin 2018/2019 og 2019/2020 og fjöldi barna með stuðning í leikskólum árin 2019 og 2020.
  3. Fjöldi barna á heimilum með undir 60% af miðgildi ráðstöfunartekna árið 2020.
  4. Fjöldi innflytjenda af fyrstu og annarri kynslóð 1. janúar 2021.

Hlutfallstala hvers sveitarfélags, sem fundin er út á grundvelli framangreindra forsendna, er birt í viðauka I við reglugerð þessa.

3. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli XXV. ákvæðis til bráðabirgða og 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, tekur gildi 1. janúar 2022.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 14. desember 2021.

Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.