Prentað þann 21. des. 2024
1447/2021
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 300/2018 um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum.
1. gr.
Eftirfarandi hugtök í 2. gr. reglugerðarinnar breytast og orðast svo:
Innra eftirlit: Eigið eftirlit rekstraraðila framkvæmt af starfsmönnum hans eða aðkeyptum þjónustuaðila, sem hefur til þess tilskilin réttindi, í þeim tilgangi að tryggja að kröfur í rekstrarleyfi, staðfestri skráningu og reglugerðum séu uppfylltar.
Rekstraraðili: Einstaklingur eða lögaðili sem hlotið hefur sérstakt leyfi Matvælastofnunar eða staðfestingu á skráningarskyldri starfsemi hjá Matvælastofnun til að stunda eldi lagardýra og starfsmenn hans.
2. gr.
3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Til að starfrækja eldisstöð fyrir lagardýr þarf starfsleyfi Umhverfisstofnunar og rekstrarleyfi eða staðfesta skráningu Matvælastofnunar. Matvælastofnun leggur mat á sjúkdómstengda og vistfræðilega þætti sem kunna að fylgja starfseminni eftir að hafa aflað umsagna m.a. frá Hafrannsóknastofnun og viðkomandi sveitarstjórn. Óheimilt er að flytja lagardýr í eldisstöð fyrr en starfs- og rekstrarleyfi er fengið og að lokinni úttekt Matvælastofnunar þar sem kannað er hvort rekstrarleyfishafi sé fær um að uppfylla skilmála rekstrarleyfis. Jafnframt er óheimilt að flytja lagardýr í eldisstöð fyrr en Matvælastofnun hefur staðfest skráningu á skráningarskyldri starfsemi.
3. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 4. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðsins "rekstrarleyfishafa" í 4. og 5. mgr. kemur: rekstraraðila.
4. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 6. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðsins "rekstrarleyfishafi" í 1. og 2. mgr. kemur: rekstraraðili.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "rekstrarleyfishafa" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: rekstraraðila.
- Í stað orðsins "rekstrarleyfishafi" í 4. mgr. kemur: rekstraraðili.
6. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 11. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðsins "rekstrarleyfishafi" í 1. málsl. kemur: rekstraraðili.
7. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 1. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar:
Á eftir orðinu "rekstrarleyfi" í 1. málsl. bætist: eða skráning staðfest.
8. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 1. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðsins "rekstrarleyfishafa" í 1. málsl. kemur: rekstraraðila.
9. gr.
Efirfarandi breyting verður á 18. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðsins "rekstrarleyfishafi" í 3. málsl. kemur: rekstraraðili.
10. gr.
Eftirfarandi breytingar verður á 20. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "rekstrarleyfishafa" í 1. málsl. kemur: rekstraraðila.
- Í stað orðsins "rekstrarleyfishafi" í 3. málsl. kemur: rekstraraðili.
11. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 21. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðsins "rekstrarleyfishafa" í 1. málsl. kemur: rekstraraðila.
12. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 46. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra, 21. gr. laga nr. 71/2008 um fiskeldi, 11. gr. laga nr. 60/2006 um varnir gegn fisksjúkdómum og 29. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 2. desember 2021.
Svandís Svavarsdóttir
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kolbeinn Árnason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.