Prentað þann 23. des. 2024
1391/2022
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 650/2022, um veiðar á makríl.
1. gr.
3. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Heimilt er hverju skipi að veiða allt að 5% umfram aflamark í makríl á árinu 2022 og dregst sá umframafli frá aflamarki þess á árinu 2023. Heimilt er að flytja allt að 15% aflamarks fiskiskips í makríl frá árinu 2022 til ársins 2023. Flutningsheimildir samkvæmt þessari grein eiga einnig við um aflaheimildir sem dregnar eru frá leyfilegum heildarafla samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 (5,3%) og samkvæmt 10. gr. laga nr. 116/2006 (4.000 lestir).
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 16. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og 19. gr. laga nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 7. desember 2022.
Svandís Svavarsdóttir.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.